Víðsjá ræðir við Hege Storhaug

„Það sem við sjá­um núna í Vest­ur-Evr­ópu er ris alræðis­legr­ar hug­mynda­fræði sem á ræt­ur sín­ar í íslam.“

Þetta seg­ir Norðmaður­inn Hege Stor­haug, höf­und­ur bók­ar­inn­ar Þjóðaplág­an íslam, sem ný­lega kom út hér á landi í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Útgefandi er bókaútgáfan Tjáningarfrelsið.

Þjóðaplágan íslam vakti strax mikla athygli og hefur verið of­ar­lega á metsölulist­um íslenskra bóka­versl­ana.

Hege Storhaug seg­ir að hún eigi ekki við trú­ar­brögðin í heild sinni. Tvær ólík­ar hliðar séu á íslam sem hún rek­ur til tveggja ólíkra ævi­skeiða Múhameðs. Frá Medína hafi hann breitt út trúna með of­beldi.

„Sú stefna sem hef­ur náð völd­um í mosk­um súnní– og sjíta-múslima, og einnig náð fót­festu í Evr­ópu, er sú hin sama og varð til í Medína,“ seg­ir Stor­haug. Það sé alræðis­stefna okk­ar tíma.

„Hin myrku öfl hafa sótt í sig veðrið og fengið aukin völd. Það sama hefur gerst hér í Vestur Evrópu og svarið við spurningunni hvers vegna þetta hefur gerst má finna í Teheran og byltingu Khomeinis 1979,“ segir Storhaug í þessu viðtali við útvarpsþáttinn Víðsjá.