Ted Goldberg

Háskólinn í Gävle

Ted Goldberg félagsfræðiprófessor hefur tekið fullan þátt í vímuefnaumræðunni í Svíþjóð í meira en þrjá áratugi. Goldberg gerði umfangsmikla rannsókn á vímuefnaheiminum í Stokkhólmi og bjó meðal neytenda til margra ára meðan á rannsókninni stóð. Hann fékk einstaka innsýn í líf og hlutskipti fíklanna og hvernig stimplun og fordómar samfélagsins skerðir lífsgæði og stuðlar að félagslegri einangrun þeirra. Goldberg hefur skrifað tugi bóka og fræðigreina um vímuefnamál og haldið fyrirlestra um málefnið, bæði fyrir fræðasamfélagið og almenning.

Krefjumst friðar í fíknistríðinu!

Ráðstefna Snarrótar, 9.-10. október, 2015

Krefjumst friðar í fíknistríðinu! er fyrsta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið á Íslandi um fíkniefnastríðið og stefnumótun í vímuefnamálum. Ráðstefnan var á vegum Snarrótar – Samtaka um borgaraleg réttindi í Tjarnarbíó. Open Society Foundations styrkti ráðstefnuna og var hún tileinkuð 75 ára afmæli Johns Lennon. Sex alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar um fíknistefnu og mannréttindi héldu erindi á ráðstefnunni sem hófst á því að Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra var veitt sérstök hvatningarverðlaun Snarrótar.

Ted Goldberg, félagsfræðiprófessor, Svíþjóð