Neill Franklin
Law Enforcement Against Prohibition
Neill Franklin, framkvæmdastjóri Löggæslumanna gegn vímuefnabanni (Law Enforcement Against Prohibition, LEAP) er liðsforingi sem starfaði sem fíkniefnalögreglumaður hjá ríkislögreglu Marylands og hjá lögregluembættinu í Baltimore í Bandaríkjunum. Franklin sá um fræðslu og þjálfun lögreglumanna í 34 ár og átti þátt í handtöku hundruði manna fyrir brot á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni. LEAP eru samtök lögreglumanna, saksóknara, dómara og annarra löggæslumanna sem vilja binda enda á fíkniefnastríðið.
Krefjumst friðar í fíknistríðinu!
Ráðstefna Snarrótar, 9.-10. október, 2015
Krefjumst friðar í fíknistríðinu! er fyrsta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið á Íslandi um fíkniefnastríðið og stefnumótun í vímuefnamálum. Ráðstefnan var á vegum Snarrótar – Samtaka um borgaraleg réttindi í Tjarnarbíó. Open Society Foundations styrkti ráðstefnuna og var hún tileinkuð 75 ára afmæli Johns Lennon. Sex alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar um fíknistefnu og mannréttindi héldu erindi á ráðstefnunni sem hófst á því að Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra var veitt sérstök hvatningarverðlaun Snarrótar.
