Nanna W. Gotfredsen

Gadejuristen

Nanna W. Gotfredsen, er lögmaður frá Kaupmannahafnarháskóla og hefur starfað sem götulögmaður fyrir heróínneytendur og heimilislausa í Kaupmannahöfn frá 1999. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á lögmálum götuneyslunnar og hvernig líf fíklar búa við. Gotfredsen hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir störf sín að mannúðarmálum, bæði í Danmerkur og alþjóðlega. Þar má nefna The Justice Gerald Le Dain Award for Achievement in the Field of Law 2011, BrugerVenPrisen frá Bruger Foreningen 2006, Årets Anker, Anker Jørgensen-prisen (HK) 2008, og Junior Chamber International, JCI, TOYP verðlaunin 2007.

Krefjumst friðar í fíknistríðinu!

Ráðstefna Snarrótar, 9.-10. október, 2015

Krefjumst friðar í fíknistríðinu! er fyrsta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið á Íslandi um fíkniefnastríðið og stefnumótun í vímuefnamálum. Ráðstefnan var á vegum Snarrótar – Samtaka um borgaraleg réttindi í Tjarnarbíó. Open Society Foundations styrkti ráðstefnuna og var hún tileinkuð 75 ára afmæli Johns Lennon. Sex alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar um fíknistefnu og mannréttindi héldu erindi á ráðstefnunni sem hófst á því að Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra var veitt sérstök hvatningarverðlaun Snarrótar.