Khalid Tinasti

Global Commission on Drug Policy

Dr. Khalid Tinasti, er stefnumótunargreinandi hjá Global Commission on Drug Policy (GCDP) og skrifstofustjóri Evrópudeildar GCDP. Dr. Tinasti var um tíma ráðgjafi hjá UNAIDS, alþjóðlegu samvinnuverkefni sem ber ábyrgð á heimsátaki til að stöðva útbreiðslu HIV, og Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) og fleirum alþjóðlegum stofnunum. Rannsóknir Tinasti beinast einkum að stefnumörkun gegn fíkniefnaneyslu á forsendum heilbrigðis- og félagslega kerfisins, og hvaða áhrif bann- og refsistefna stjórnvalda hefur á lýðheilsu.

Krefjumst friðar í fíknistríðinu!

Ráðstefna Snarrótar, 9.-10. október, 2015

Krefjumst friðar í fíknistríðinu! er fyrsta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið á Íslandi um fíkniefnastríðið og stefnumótun í vímuefnamálum. Ráðstefnan var á vegum Snarrótar – Samtaka um borgaraleg réttindi í Tjarnarbíó. Open Society Foundations styrkti ráðstefnuna og var hún tileinkuð 75 ára afmæli Johns Lennon. Sex alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar um fíknistefnu og mannréttindi héldu erindi á ráðstefnunni sem hófst á því að Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra var veitt sérstök hvatningarverðlaun Snarrótar.

Dr. Khalid Tinasti - Global Commission on Drug Policy