Alcina Branco Ló

Heilbrigðisráðuneyti Portúgals

Alcina Branco Ló sálfræðingur starfar hjá heilbrigðisráðuneyti Portúgals og er einn helsti leiðtogi og skipuleggjandi afglæpunar allra ólöglegra vímuefna í Lissabon. Hún starfar hjá Serviço de Intervenção nos Comportamentos Aditivos e nas Dependências, SICAD og hefur unnið að stefnumótun í vímuefnamálum með áherslu á skaðminnkun síðast liðinn 26 ár. Alcina er yfirmaður deildar sem þjálfar starfsfólk í skaðminnkunaraðgerðum gegn fíkn og misnotkun vímugjafa. Deildin starfar á landsvísu og fylgist með og metur árangur af stefnu Portúgala.

Krefjumst friðar í fíknistríðinu!

Ráðstefna Snarrótar, 9.-10. október, 2015

Krefjumst friðar í fíknistríðinu! er fyrsta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið á Íslandi um fíkniefnastríðið og stefnumótun í vímuefnamálum. Ráðstefnan var á vegum Snarrótar – Samtaka um borgaraleg réttindi í Tjarnarbíó. Open Society Foundations styrkti ráðstefnuna og var hún tileinkuð 75 ára afmæli Johns Lennon. Sex alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar um fíknistefnu og mannréttindi héldu erindi á ráðstefnunni sem hófst á því að Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra var veitt sérstök hvatningarverðlaun Snarrótar.