Umsögn, athugasemdir og breytingartillaga Snarrótar – samtaka um borgaraleg réttindi við
þingmál 335. þingsályktunartillaga 143. löggjafarþingi 2013—2014.

Aðdragandi og stofnun Snarrótar – samtaka um borgaraleg réttindi

Snarrótin — samtök um borgaraleg réttindi var formlega stofnuð 1. desember 2012 af Sigurfrey Jónassyni, Stefáni Þorgrímssyni og Pétri Þorsteinssyni. Stofnun félagsins og aðkallandi þörf fyrir starfsemina átti sér langan aðdraganda. Upp úr 1987 hóf Sigurfreyr að skrifa greinar í tímarit og dagblöð, þar sem fjallað var um vímugjafa, vímuefnaneyslu og stefnumótun í vímuefnamálum með öðrum hætti en venja var hjá íslenskum fjölmiðlum. Árið 2001 var opnað nýtt vefsetur Sigurfreyr.com er birti fjölda greina um vímuefni og breyttar áherslur í vímuefnamálum sem Hannes Haraldsson sagnfræðingur var stundum meðhöfundur að.

Þrátt fyrir afhjúpun og látlausa gagnrýni á ríkjandi stefnu tóku bannsinnar ekki til varna. Þöggun átti að sjá til þess að engin vitræn umræða um ávana- og fíkniefnamál færi fram í landinu.

Árið 2003 byrjaði Ólafur Skorrdal að skrifa um kannabis og hvetja til lögleiðingar þess. Pétur Þorsteinsson fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri stóð svipað leytið í bréfaskriftum við Landlæknisembættið og fleiri stofnanir til að þvinga fram upplýsingar um stöðu mála. Fyrirspurnum hans, eins og fyrirspurnum Skorrdals til Alþingis, SÁÁ og lögreglu, var svarað seint, illa, eða alls ekki.

Með tilkomu Facebook og annarra samfélagsmiðla var Sigurfreyr.com vefurinn uppfærður. Fésbókarfærslur sýndu að málflutningur afglæpunar- og lögvæðingarsinna í vímuefnamálum átti mun meiri hljómgrunn meðal Íslendinga en áður var talið. Þrátt fyrir afhjúpun og látlausa gagnrýni á ríkjandi stefnu tóku bannsinnar ekki til varna. Pistlar Jónasar Kristjánssonar og nokkurra frjálshyggjumanna var heldur ekki svarað. Þöggun átti að sjá til þess að engin vitræn umræða um ávana- og fíkniefnamál færi fram í landinu.

Þessar hræringar bentu til þess að óttinn við svertingu (stigma) og útskúfun væri í rénum. Fólk var orðið þreytt á sýndarmennskunni.

Dagblöðin, útvarp og sjónvarp lögðu lítið til málanna. Mest furðufréttir á borð við ,,hvítt eiturlyf var gert upptækt í dópgreni“ eða ,,styrkleiki hass er núna svo mikill að það er orðið jafnhættulegt og sterkustu eiturlyfin“. Blaðamenn virtust ekki þekkja grunnstaðreyndir málsins og notkun hugtaka og fréttaflutningurinn eftir því.

Á þessum árum voru stofnuð tvo félagasamtök ungs fólks um lögvæðingu kannabisefna sem áttu sér stuttan lífdaga þrátt fyrir gott starf framanaf; SEK- Samtök um endurskoðun kannabisafurða (2003) og Grasrótin (2009). Hinn 20. apríl 2010, á alþjóðlegum degi kannabisreykinga, svokölluðum 420 degi, söfnuðust liðsmenn fésbókarhópsins RVK Homegrown fyrir fram Alþingshúsið og mótmæltu því að varsla kannabis væri refsiverð í landinu. Árleg mótmæli á 420 deginum hafa verið haldið síðan. Þessar hræringar bentu til þess að óttinn við svertingu (stigma) og útskúfun væri í rénum. Fólk var orðið þreytt á sýndarmennskunni.

Alþjóðlegt tengslanet var í burðarliðunum. Kjörið tækifæri til að stofna íslensk samtök í forsvari fyrir borgaralegum réttindum og nýjum leiðum í vímuefnamálum.

Stjórnmálaflokkur Pírata var stofnaður 2012 og boðaði breyttar áherslur. Breytingar lágu í loftinu en þögn álitsgjafa og bjöguð umfjöllun fjölmiðla var sú sama. ,,Vitið kemur að utan,“ segir einhvers staðar. Til að rjúfa þagnarmúrinn var haft samband við LEAP, samtök löggæslumanna gegn fíkniefnabanni, um komu fyrirlesara til landsins. Í framhaldi af því fór Sigurfreyr til Búdapest og ræddi við Open Society Foundation og ungversku mannréttindasamtökin HCLU. Alþjóðlegt tengslanet var í burðarliðunum. Kjörið tækifæri til að stofna íslensk samtök í forsvari fyrir borgaralegum réttindum og nýjum leiðum í vímuefnamálum.

Snarrótin — samtök um borgaraleg réttindi vil að skilningur á mikilvægi réttinda borgara og friðhelgi einkalífsins sé efldur meðal landsmanna og virtur af ríkisvaldinu. Snarrótin vil afnema bannið við ávana- og fíkniefnum og markaðir með efnin verði lögvæddir og starfi undir skilvirku eftirliti og regluverki ríkisins. Á Alþingi árið 2013-2014 var lögð fram þingsályktunartillaga að frumkvæði Pírata um stefnubreytingu í vímuefnamálum. Hér að neðan má kynna sér helstu atriði tillögurnar og lesa ítarlega umsögn, athugasemdir og breytingartillögu Snarrótar á henni. Myndskeiðin sem skeytt hafa verið við textann eru fyrirlestrar og viðtöl sem Heimir Már fréttamaður tók við hluta þeirra 11 fyrirlesara sem Snarrótin hefur boðið til landsins.

Þingsályktunartillaga um stefnubreytingu í vímuefnamálum

Hinn 26. mars 2014 var lögð fram þingsályktunartillaga (sjá þingsskjal 630, 2013-2014) um breyttar áherslur og stefnu í vímuefnamálum. Flutningsmenn tillögurnar voru úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Heilbrigðisráðherra skipaði í framhaldi af því starfshóp til að vinna að mótun stefnunnar. Eins og þingsályktunartillaga þingmannahópsins lagði til tilnefndi landlæknir, stjórn SÁÁ, ríkislögreglustjóri, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, Rauði kross Íslands og velferðarsvið Reykjavíkurborgar einn fulltrúa hver, og heilbrigðisráðherra skipaði einn fulltrúa, sem jafnframt er formaður starfshópsins.

Helstu verkefni starfshóps heilbrigðisráðherra
 1. Gera úttekt á gildandi lagaumhverfi svo afmarka megi viðfangsefnið nákvæmlega og undirbúa lagabreytingar og/eða nýja löggjöf.
 2. Líta til löggjafar annarra ríkja þar sem horfið hefur verið frá refsistefnu tengdri neyslu ólöglegra vímuefna og tillagna alþjóðlegra nefnda og stofnana á sviði rannsókna í forvörnum gegn vímuefnaneyslu.
 3. Skapa heildstæða stefnu, sem leggur höfuðáherslu á mannúðlega nálgun og vernd mannréttinda, sem dregur úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu og með því stuðla að auknu trausti jaðarhópa til samfélagsins og þeirra stofnana sem eiga að veita þeim þjónustu og skjól.

Við starfið verði leitað aðstoðar og leiðsagnar hagsmunaaðila og hjálparsamtaka, sem og innlendra og erlendra sérfræðinga eftir þörfum.

Helstu markmið þingsályktunartillögurnar

Markmið tillögurnar er mót­un stefnu til að draga úr skaðleg­um af­leiðing­um og hliðar­verk­un­um vímu­efna­neyslu, til vernd­ar neyt­end­um efn­anna, aðstand­end­um þeirra og sam­félag­inu í heild. Meðal þess sem starfshópurinn þarf að taka til sérstakrar skoðunar til að markmið tillögunnar náist er:

 1. Afnám refsinga fyrir vörslu á neysluskömmtum.
 2. Leiðir til að tryggja vernd fyrir þolendur ofbeldis og misnotkunar í undirheimunum.
 3. Gerð úttektar á úrræðum til áhættu- og skaðaminnkunar og tillögur til úrbóta.
 4. Gerð úttektar á þeim meðferðarúrræðum sem til staðar eru og tillögur til úrbóta.
 5. Gerð úttektar á félagslegri þjónustu fyrir vímuefnaneytendur og tillögur til úrbóta.
 6. Gerð úttektar á þjónustu og stuðningi fyrir aðstandendur og tillögur til úrbóta.
 7. Leiðir til að efla upplýsingagjöf og ráðgjöf fyrir neytendur og aðstandendur þeirra.
 8. Leiðir til að efla forvarnir og upplýsta umræðu í samfélaginu.

Mótun stefnu til að draga úr skaðsemi vímuefna

The transition from a paradigm in crisis to a new one from which a new tradition of normal science can emerge is far from a cumulative process, one achieved by an articulation or extension of the old paradigm. Rather it is a reconstruction of the field from new fundamentals, a reconstruction that changes some of the field’s most elementary theoretical generalizations as well as many of its paradigm methods and applications. During the transition period there will be a large but never complete overlap between the problems that can be solved by the old and by the new paradigm. But there will also be a decisive difference in the modes of solution. When the transition is complete, the profession will have changed its view of the field, its methods, and its goals.

— Thomas S. Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions (1962), 84-5

Inngangur

Snarrótin — samtök um borgarleg réttindi, fagnar því að fimmtungur þingmanna á Alþingi Íslendinga leggur fram tillögu til þingsályktunar um að horfið verði frá refsistefnu og nýrra leiða leitað í fíknivörnum á Íslandi.

Snarrótin bendir á að andi tillögunnar samrýmist vel nýjum viðhorfum í þessum viðkvæma og vandmeðfarna málaflokki, viðhorfum sem í vaxandi mæli einkenna umræðuna í hinum vestræna heimi; flestum ríkjum Evrópu og Ameríku, frá Alaska í norðri til Eldlands í suðri, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Í Afríku örlar á breyttum viðhorfum, enda eru ríki Vestur-Afríku orðinn vígvöllur kókaínsmyglara. Í Austur-Asíu vex hugmyndum um skaðaminnkun fylgi.

Snarrótin fagnar því vissulega að fimmtungur þingmanna og heilbrigðisráðherra þjóðarinnar hafi séð í gegnum moðreyk bannhyggjunnar og lýst sig tilbúin til að skoða nýjar og farsælli leiðir í fíknivörnum.

Hin nýju viðhorf eru ekki tilviljun eða tilkomin vegna skyndilegra breytinga í átt til mannúðar og manngæsku í veröldinni. Ástæðan er miklu fremur sú, að þjóðir heimsins eru smátt og smátt að vakna upp við þann vonda draum að útskúfunar- og refsistefna í svokölluðum fíkniefnamálum hefur beðið algjört skipbrot. Að fíknistríðið er böl en ekki blessun og að því verður að ljúka. Um það er tæpast deilt lengur, en menn greinir á um leiðir og lausnir.

Bannhyggjan hefur skapað fleiri vandamál en hún hefur leyst og haft skelfilegar hliðarverkanir sem menn sáu ekki fyrir; leitt meiri hörmungar yfir lönd og þjóðir en efnin sjálf, reynst þeim skeinuhættust sem hún átti að vernda, fætt af sér hættulegri efni og notkunarleiðir en áður þekktust, mokað gulli í hendur glæpalýðs, spillt fjármálakerfi heimsins, spillt lögreglu og tollgæslu, gert eymd manna að verslunarvöru hagsmunaaðila, svert ímynd notenda og gert þá að blórabögglum í pólitísku skæklatogi og hagsmunapoti.

Snarrótin fagnar því vissulega að fimmtungur þingmanna og heilbrigðisráðherra þjóðarinnar hafi séð í gegnum moðreyk bannhyggjunnar og lýst sig tilbúin til að skoða nýjar og farsælli leiðir í fíknivörnum. Snarrótin vonar að þessi skref þingmanna og ráðherra marki upphafið að viðhorfabyltingu – paradigm shift – í málaflokknum á Íslandi, og að bannhyggjan sé á leiðinni á ruslahauga sögunnar með kreddum sínum, ranghugmyndum og gölluðu verkfærum.

Að þessu sögðu lýsir Snarrótin því yfir að hún telur þá þingsályktunartillögu sem hér er til umræðu þarfnast talsverðra breytinga. Hér á eftir fara almennar athugasemdir um þær brotalamir sem Snarrótin sér á tillögunni og breytingartillögur við hana.

Samtök fyrrverandi starfsmanna í refsivörslukerfinu, Law Enforcement Against Prohibition, LEAP, hafa lagt fram tillögu að nýju regluverki Sameinuðu þjóðanna. Hugmynd LEAP er að taka áfengi og tóbak inn í nýja alþjóðasáttmála og byggja nýtt regluverk um ávana- og vímuefni á tillögum WHO um tóbaksvarnir. Hverfa endanlega frá hugmyndafræði bannhyggjunnar, en móta í hennar stað nýja hugmyndafræði sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, lýðheilsu og skaðaminnkun.

Athugasemdir

1) Orðalag tillögunnar er svo óljóst að ómögulegt er túlka hana með einhlítum hætti. Í henni er, með einni undantekningu, talað um vímuefni án þess að það hugtak sé afmarkað með nokkrum hætti.1 Snarrótin spyr hvort tillagan beinist eingöngu að ólöglegum vímuefnum eða hvort áfengi og læknislyf falli einnig undir hana?

1) Sjá t.d.: Stefnumótun í málefnum geðsjúkra, Heilbrigðisráðuneytið 1998, bls. 117, þar sem rætt er um mikilvægi skýrrar hugtakanotkunar á þessu sviði. Skýrslan er fróðleiksnáma um geðheilbrigðis- og vímuefnamál um aldamótin.

Sé það raunin, er órökrétt að tala almennt um fráhvarf frá refsistefnu, enda er henni ekki til að dreifa varðandi áfengi og tæpast læknislyf. Refsistefna stjórnvalda beinist nær eingöngu að fólki sem kýs að nota ólögleg vímuefni og Snarrótin álítur að við það fólk sé átt í þingsályktunartillögunni. Greinargerð tillögunnar tekur raunar af öll tvímæli hvað það varðar, en sá starfshópur sem lagt er til að verði komið á fót gæti túlkað tillöguna sjálfa mjög vítt, ef honum sýnist svo. Í þessu áliti notar Snarrótin hugtökin lögleg og ólögleg vímuefni, en fíkniefni sem samheiti við ólögleg vímuefni.

Í rauninni væri mjög æskilegt framtíðarskref á sömu braut að samræma regluverk um öll vímuefni og tóbak, hvort sem þau eru núna lögleg, ólögleg eða eiga uppruna sinn hjá lyfjafyrirtækjum. Samtök fyrrverandi starfsmanna í refsivörslukerfinu – Law Enforcement Against Prohibition, LEAP – hafa lagt fram tillögu að nýju regluverki Sameinuðu þjóðanna, í stað þess sem nú ríkir. Hugmynd LEAP er að taka áfengi og tóbak inn í nýja alþjóðasáttmála og byggja nýtt regluverk um ávana- og vímuefni á tillögum WHO um tóbaksvarnir. Hverfa endanlega frá hugmyndafræði bannhyggjunnar, en móta í hennar stað nýja hugmyndafræði sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, lýðheilsu og skaðaminnkun.2

2) Sjá: Proposed Amendment of United Nations Drug Treaties, LEAP 2014.

Til þess að nálgun LEAP sé raunhæfur kostur verður að stíga fyrstu skrefin; afglæpa vörslu allra ólöglegra vímuefna til eigin nota, hætta að spilla lífi og framtíðarhorfum ungs fólks með skráningum í sakaskrá.

En til þess að nálgun LEAP sé raunhæfur kostur verður að stíga fyrstu skrefin; afglæpa vörslu allra ólöglegra vímuefna til eigin nota, hætta að spilla lífi og framtíðarhorfum ungs fólks með skráningum í sakaskrá, hætta að ala á ranghugmyndum um ólögleg vímuefni og fólkið sem notar þau, hætta að beina neyslu í æ hættulegri farveg með vanhugsuðum aðgerðum. Í stuttu máli, að hætta að hundelta fólk sem sem kýs að nota önnur vímuefni en áfengi, hvort sem það er sjúkt eða heilbrigt. Snarrótin minnir á að yfirgnæfandi meirihluti þess fólks sem notar lögleg og ólögleg vímuefni gerir það í hófi og án þess að valda sjálfum sér eða öðrum skaða.

Snarrótin telur að hugtakanotkun í tillögu og greinargerð sé losaralegri en gott er og bendir þar sérstaklega á hugtökin „fíkn“, „forvarnir“ og „meðferð“, sem ekki eru einhlít eða óumdeild. Þá telur Snarrótin að rétt væri að árétta sérstaklega stöðu fíknisjúkra með undirliggjandi geðraskanir, og einnig stöðu einstakra samfélagshópa, til dæmis ungmenna, kvenna og fanga. Engir skór passa á allra fætur og illt er að höggva af hæl eða tá til að laga það.

Heimir Már ræðir við Neill Franklin talsmann LEAP og Art Way frá Drug Policy Alliance.

2) Í annarri málsgrein tillögunnar er tillaga um skipan starfshóps til að móta nýja stefnu. Snarrótin hafnar algjörlega þeim lið þingsályktunartillögunnar og telur hann fráleitan með öllu.

Samkvæmt tillögunni eiga landlæknir, stjórn SÁÁ, ríkislögreglustjóri, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, Rauði kross Íslands og velferðarsvið Reykjavíkurborgar að tilnefna einn fulltrúa í starfshópinn hver, en heilbrigðisráðherra skipi formann starfshópsins, án tilnefningar.

Snarrótin telur að í stað starfshóps ofangreindra stofnana eigi heilbrigðisráðherra að skipa óháða vísindanefnd með víðtækar heimildir til að fara í saumana á mótun núverandi stefnu, uppgangi hennar, framkvæmd og afleiðingum.

Snarrótin telur að skipan starfshóps með þessum hætti jafngildi því að fela minknum og refnum að hanna nýjan hæsnakofa. Snarrótin telur að í stað starfshóps ofangreindra stofnana eigi heilbrigðisráðherra að skipa óháða vísindanefnd með víðtækar heimildir til að fara í saumana á mótun núverandi stefnu, uppgangi hennar, framkvæmd og afleiðingum hennar. Þegar slík greining liggur fyrir er fræðilegur grunnur lagður að mótun nýrrar stefnu, en ekki fyrr.

Þessi tillaga Snarrótarinnar er í samræmi við aðgerðir portúgalskra stjórnvalda 1998, að skipa óháða nefnd, lærðra og leikra, til að greina ástandið í landinu og leggja fram tillögur til úrbóta. Um það segir í riti Open Society Foundation Drug Policy in Portugal. The Benefits of Decriminalizing Drug Use bls. 21:

The Portuguese government’s actions in 1998 went precisely against all of the typical and expected “emergency” policy responses. Instead, the government appointed a committee o f specialists — doctors, sociologists, psychologists, lawyers, and social activists — and asked the committee to analyze the drug issue in Portugal and formulate recommendations that could be turned into a national strategy.

Ofangreindar stofnanir, að Rauða krossi Íslands undanteknum, hafa með einum eða öðrum hætti komið að mótun og framkvæmd þeirrar útskúfunar- og refsistefnu sem nú á að hverfa frá.

Ofangreindar stofnanir, að Rauða krossi Íslands undanteknum, hafa með einum eða öðrum hætti komið að mótun og framkvæmd þeirrar útskúfunar- og refsistefnu sem nú á að hverfa frá, vegna þess að hún hefur reynst ranglát, hættuleg og haldlaus með öllu. Snarrótin trúir ekki á kraftaverk eða hugljómanir og telur af þeim sökum að ofangreindar stofnanir séu vanbúnar til þess verks sem þingsályktunartillagan hyggst fela þeim. Hér á eftir verða færð nokkur rök að þeirri skoðun.

Snarrótin minnir á þá staðreynd að öll notkun ólöglegra vímuefna á Íslandi og allt böl sem þeim er tengt, með réttu eða röngu, hefur orðið til eftir að efnin voru bönnuð, upphaflega með reglugerð árið 1968. Böl af völdum bannsins og böl af völdum efnanna sjálfra hafa runnið saman í eitt í vitund þjóðarinnar. Verkefni óháðrar vísindanefndar er að greina þar á milli.

Enginn dregur í efa mikilvægi þess starfs sem SÁÁ hefur unnið í þágu fíknisjúkra á undanförnum áratugum. Engu að síður eru samtökin ekki undanþegin gagnrýni, fremur en kona Sesars. Þau hafa ítrekað gert sig sek um að nota ólögleg vímuefni með vafasömum hætti í málflutningi sínum. Þau nota niðurlægjandi orðalag á borð við „fíkla“ og „kannabisbullur“ án þess að depla auga ef það gagnast í áróðursstríði um fjármagn og heimsmynd. Lakast er þó að samtökin hafa þumbast gegn því að skila samanburðahæfum gögnum um sjúkdómsgreiningar á sjúkrastofnunum sínum til heilbrigðisyfirvalda, þrátt fyrir ítarleg fyrirmæli frá landlækni um skráningar á sjúkrastofnunum. Þá nota samtökin greiningarkerfi bandaríska geðlæknasambandsins, DSM, í stað greiningarkerfis WHO, ICD, sem embætti landlæknis gerir kröfur um.

a. Embætti landlæknis

Á undanförnum árum og áratugum hefur embætti landlæknis ítrekað vanrækt að standa vörð um heilsu og velferð fólks sem notar ólögleg vímuefni. Embættið aðhafðist ekkert til að afstýra lifrarbólgu-C og HIV fári meðal sprautufólks, þrátt fyrir reynslu annarra þjóða og stefnumörkun alþjóðastofnana.3 Embættið hefur látið þvæla sér útí herferðir gegn einstökum ólöglegum vímuefnum, sem að minnsta kosti í eitt skipti leiddi af sér siðfár (e. Moral panic) í landinu.4 Einn höfunda þessa álits hefur ítrekað skrifast á við embættið frá því fyrir síðustu aldamót og undrast það fálæti og jafnvel fordóma sem gjarnan hafa skinið í gegnum svör þess, ef þau hafa þá fengist.5 Frá þessum viðbrögðum eru nokkrar mjög ánægjulegar undantekningar6, en of oft er reglan að að svara fyrirspurnum seint, illa eða ekki, nema eftir ítrekuð símtöl og eftirgangsmuni.

3) Sjá til dæmis greinar Péturs Þorsteinssonar um HIV-fárið: Ég ákæri I og Ég ákæri II. 4) Meistararitgerð Jónasar Orra Jónssonar, Viðhorf Íslendinga til afbrota: Stöðugleiki, breytingar, siðfár?, fjallar að hluta um E-töflufárið á tíunda áratug síðustu aldar. Landlæknisembættið fór að ráðum lögreglunnar og hóf auglýsingaherferð gegn E-töflunni 1995, þótt harla litlar upplýsingar um neysluna lægju fyrir. 5) Sjá t.d. svör landlæknisembættisins 2002 við spurningum Péturs Þorsteinssonar varðandi þjónustu við sprautufólk. Svör embættisins eru skáletruð. 6) Sjá til dæmis svör Matthíasar Halldórssonar við fyrirspurn Ólafs Skorrdal.

Nýjasta dæmið um tregðu embættisins er eftirfarandi fyrirspurn frá 20. mars 2014:

Embætti Landlæknis
b.t. landlæknis

Ég var að hlusta á viðtal við Magnús Stefánsson hjá Maritafræðslunni, í síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær, 19. mars 2014.

Í viðtalinu fullyrðir Magnús að á síðustu sjö árum sé talið að yfir hundrað manns hafi látist á Íslandi af
völdum MDMA á einn eða annan hátt. Þessi fullyrðing kemur fram á c.a. 3:50 í viðtalinu.

http://www.ruv.is/mannlif/neysla-orvandi-efna-eykst

Ég óska eftir því að Landlæknisembættið staðfesti eða hreki ofangreinda fulyrðingu Magnúsar með gildum tölulegum rökum. Ég óska jafnframt eftir upplýsingum um skráð og staðfest dauðsföll af völdum MDMA á Íslandi frá 1995.

Í viðtalinu við Magnús Stefánsson koma fram fleiri fullyrðingar sem ástæða er til að kanna, en til að valda ekki embættinu óþarfa álagi læt ég nægja að spyrja út í þetta eina atriði.

Með ósk um skjót og skýr svör.

f.h. Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi

Pétur Þorsteinsson
Kópaskeri

Fullyrðing Magnúsar, að ríflega einn Íslendingur hafi látið lífið af völdum MDMA (E-töflunnar) í hverjum mánuði síðastliðin sjö ár, er svo augljós fjarstæða að embættið hefði getað hafnað henni vafningalaust. Það hefur enn ekki gerst með formlegum hætti.

Embætti landlæknis býr vitaskuld að mikilli og einstakri þekkingu sem mikilvægt er að nýtist við mótun nýrrar stefnu, en betur fer á að fulltrúar þess mæti á fund óháðrar vísindanefndar sem upplýsinga- og tillögugjafar, en að það móti sjálft nýja stefnu.

b. Stjórn SÁÁ

Enginn dregur í efa mikilvægi þess starfs sem SÁÁ hefur unnið í þágu fíknisjúkra á undanförnum áratugum. Engu að síður eru samtökin ekki undanþegin gagnrýni, fremur en kona Sesars. Þau hafa ítrekað gert sig sek um að nota ólögleg vímuefni með vafasömum hætti í málflutningi sínum. Þau nota niðurlægjandi orðalag á borð við „fíkla“ og „kannabisbullur“ án þess að depla auga ef það gagnast í áróðursstríði um fjármagn og heimsmynd.7

Árum saman gekk sú kenning ljósum logum í ársskýrslum SÁÁ að helmingur fólks sem notar kannabis færi mjög fljótt að nota amfetamín og helmingur þeirra að sprauta sig í æð. Hafi þessari kenningu verið haldið að ungu fólki í meðferð er ástæða til að óttast að hún hafi reynst spádómur sem uppfyllti sjálfan sig. Hvergi í veröldinni sést því haldið fram að fjórðungur þeirra sem nota kannabis endi sem sprautunotendur.

Lakast er þó að samtökin hafa þumbast gegn því að skila samanburðahæfum gögnum um sjúkdómsgreiningar á sjúkrastofnunum sínum til heilbrigðisyfirvalda, þrátt fyrir ítarleg fyrirmæli frá landlækni um skráningar á sjúkrastofnunum.8 Þá nota samtökin greiningarkerfi bandaríska geðlæknasambandsins, DSM, í stað greiningarkerfis WHO, ICD, sem embætti landlæknis gerir kröfur um.

Í stað þess að skila samanburðarhæfum gögnum birtir SÁÁ hafsjó talna og línurita sem byggð eru á heimasmíðuðum skilgreiningum og unnin uppúr hinum raunverulega greiningargögnum; þeim traustu og vönduðu læknisfræðilegu gögnum sem samtökin hafa yfir að ráða í gagnagrunni sínum.9 Fræðilegt gildi þeirra upplýsinga sem samtökin birta opinberlega er hins vegar afar takmarkað, ef nokkuð, annað en þá til samanburðar á milli ára.

Þetta verklag SÁÁ gerir alþjóðlegan samanburð á meðferðarúræðum á Íslandi fullkomlega óhugsandi og það veitir almenningi og stjórnvöldum ófullnægjandi og villandi upplýsingar um meðferðarstarf samtakanna.

Auk þessara annmarka er rétt að hafa í huga að hlutur SÁÁ í meðferðarþjónustu á Íslandi er svo yfirgnæfandi að læknisfræðilegar áherslur samtakanna og skilningur þeirra á fíknisjúkdómum mótar alla umræðu í landinu. Þegar málum er þannig háttað er rík ástæða til að hugleiða hugsanlegar afleiðingar meðferðarinnar, til dæmis á notkunarhætti ungs fólks sem sætt hefur meðferð við hlið eldri og sjóaðri notenda ólöglegra vímuefna.10 Snarrótin telur óæskilegt að nær öll meðferðarúrræði á Íslandi styðjist við 12 spora módelið og að sjúkdómshugtak NIDA sé alls ráðandi.11

Þetta verklag SÁÁ gerir alþjóðlegan samanburð á meðferðarúræðum á Íslandi fullkomlega óhugsandi og það veitir almenningi og stjórnvöldum ófullnægjandi og villandi upplýsingar um meðferðarstarf samtakanna.

7) Sjá tilvísun nr. 6 hér að ofan. Svar Matthíasar Halldórssonar til Ólafs Skorrdal. 8) Lágmarksskráning vistunarupplýsinga á sjúkrahúsum Fyrirmæli landlæknis Janúar 2011. 9) Röksemdir yfirlæknis SÁÁ í þessum pistil eru vægast sagt grunsamlegar, til dæmis tengingin við ótímabær dauðsföll. Ástæða er til að benda á að innlagnir vegna kannabisnotkunar voru í lágmarki 1994, en ruku upp eftir að sænska harðlínan náðu hér undirtökum. 10) Árum saman gekk sú kenning ljósum logum í ársskýrslum SÁÁ að helmingur fólks sem notar kannabis færi mjög fljótt að nota amfetamín og helmingur þeirra að sprauta sig í æð. Hafi þessari kenningu verið haldið að ungu fólki í meðferð er ástæða til að óttast að hún hafi reynst spádómur sem uppfyllti sjálfan sig. Hvergi í veröldinni sést því haldið fram að fjórðungur þeirra sem nota kannabis endi sem sprautunotendur. 11) Þó hugmyndafræði NIDA sé að mestu ráðandi í Bandaríkjunum og á Íslandi, fer því fjarri að um hana ríki almenn sátt í veröldinni. Hún sætir þvert á móti vaxandi gagnrýni og efasemdum.

SÁÁ býr að einstökum gögnum, reynslu og þekkingu sem mikilvægt er að nýtist við mótun nýrrar stefnu, en betur fer á að fulltrúar samtakanna mæti á fund rannsóknarnefndar sem vitni og upplýsingaveita en að þau móti sjálf nýja stefnu.

Heimir Már ræðir við Ruth Dreifuss, fyrrum forseta Swiss, um stefnubreytingu í vímuefnamálum

c. Ríkislögreglustjóri

Embætti Ríkislögreglustjóra hefur haft yfirumsjón með eftirfylgd laga um ávana- og fíkniefni frá stofnun. Embættið hefur haft það verkefni að stýra útrýmingu ólöglegra vímuefna í landinu og ber því kerfislega ábyrgð á hrakförum útskúfunar- og refsistefnunnar, umfram allar aðrar stofnanir í landinu.12

Snarrótin þekkir jafnvel dæmi um að sami talsmaður lögreglunnar haldi fram gagnstæðum kenningum, eftir því hver áheyrandinn er.

Embættið hefur staðið fyrir stórfelldri söfnun persónuupplýsinga í svokallaða Málaskrá, sem inniheldur upplýsingar um í það minnsta 325.000 einstaklinga, suma reyndar látna og aðra af erlendu bergi brotna.13 Engu að síður inniheldur Málaskráin upplýsingar um nánast hvert mannsbarn á Íslandi á brúklegum aldri til afbrota, hvort sem menn eru sekir eða saklausir.

Gagnagrunnur af slíku tagi býður uppá tengslagreiningar af ýmsu tagi, meðal annars til að kortleggja neyslu ólöglegra vímuefni, vinafélög og persónuleg tengsl. Auk þess er uppfletting í Málaskrá afar öflugt tæki til að skipuleggja og viðhalda ofsóknum gegn fólki sem brýtur gegn efnafræðilegum Talibanisma stjórnvalda og er ógnun við persónuvernd og friðhelgi einkalífs í landinu.

Upplýsingar lögreglunnar til stjórnmálamanna, fjölmiðla og almennings eru á stundum svo villandi að þær leiða óhjákvæmilega til misskilnings.14 Snarrótin þekkir jafnvel dæmi um að sami talsmaður lögreglunnar haldi fram gagnstæðum kenningum, eftir því hver áheyrandinn er.15

Embætti ríkislögreglustjóra býr vitaskuld að mikilli og margháttaðri þekkingu sem mikilvægt er að nýtist við mótun nýrrar stefnu, en betur fer á að fulltrúar þess mæti á fund óháðrar vísindanefndar sem vitni og upplýsingaveita en að það móti sjálft móti nýja stefnu. Til þess er það einfaldlega vanhæft. Verkefni lögreglunnar er að framfylgja lögum en ekki að setja þau.

Sérstök ástæða er til að kanna áhrif sænskra hugmyndafræðinga á starfshætti lögreglunnar árin 1995-1996 og þjálfun íslenskra lögreglumanna í Bandaríkjunum, ekki síst í Tallahassee, Flórída. Þá er einnig ástæða til að íhuga málflutning lögreglunnar varðandi skipulagða glæpastarfsemi, sem virðist á köflum fremur vera áróður en ábyggileg fræði.

Embætti ríkislögreglustjóra býr vitaskuld að mikilli og margháttaðri þekkingu sem mikilvægt er að nýtist við mótun nýrrar stefnu, en betur fer á að fulltrúar þess mæti á fund óháðrar vísindanefndar sem vitni og upplýsingaveita en að það móti sjálft móti nýja stefnu. Til þess er það einfaldlega vanhæft. Verkefni lögreglunnar er að framfylgja lögum en ekki að setja þau.

12) Viðauki með ársskýrslu Ríkislögreglustjóra 1997-1998, Sögulegt yfirlit um upphaf og þróun fíkniefnamála á Íslandi og nokkur áhersluatriði um auknar aðgerðir lögreglu gegn fíkniefnavánni, er afar fróðleg lesning. Fyrir utan að sýna að umfang „fíkniefnavandans“ var óverulegt fram undir miðjan tíunda áratug síðustu aldar, er viðaukinn ágætt dæmi um gervivísindi og pólitískan þrýsting frá lögreglunni. 13) Sjá: Svar innanríkisráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur um málaskrá lögreglu. 14) Sem dæmi má nefna að tölur lögreglunnar um akstur undir áhrifum lyfja og ólöglegra vímuefna eru einungis byggðar á þvagprófum, sem segja ekkert um það hvort ökumaðurinn var í rauninni í vímu, einungis að hann hafi neytt slíkra efna í fortíðinni. Niðurbrotsefni sumra efna, einkum kannabisefna, mælast dögum og jafnvel vikum saman í þvagi, þótt ökumaðurinn sé fullkomlega allsgáður. Tölur um akstur undir áhrifum áfengis eru hins vegar byggðar á blóðprófum, sem segja til um ástand ökumannsins. Þessi vinnubrögð bjóða heim misskilningi og rangtúlkun í fjölmiðlum og í vitund almennings. 15) Góð dæmi um ósamræmi í málflutningi lögreglunnar má meðal annars finna í endurteknum ummælum Karls Steinars Valssonar um vaxandi styrkleika kannabissýna á Íslandi. Jakob Kristinsson, prófessor, kannast ekki við slíkar breytingar. Þess eru dæmi að Karl Steinar Valsson hafi á sama tíma haldið fram gagnstæðum skoðunum hvað þetta varðar, annars vegar í umræðu innanlands, hins vegar á erlendum vettvangi.

Heimir Már ræðir við Damon Barrett lögfræðing um mannréttindi vímuefnaneytenda

d. Geðsvið Landsspítalans

Snarrótin hefur ekki gögn til að segja margt um Geðsvið Landsspítalans, en bendir á að einstakir geðlæknar innan þess hafa haldið fram afar vafasömum kenningum um áhrif tiltekinna ólöglegra vímuefna. Hvort þar er um persónulegar skoðanir viðkomandi lækna að ræða eða hvort þær endurspegla viðhorf geðsviðsins er ekki unnt að greina sundur.16

Það var borgarstjórn Reykjavíkur sem opnaði allar dyr fyrir sænskum ofstækismönnum, undir gunnfána ECAD, árið 1994 og tryggði þeim gríðarlega völd og áhrif, í samvinnu við ríkistjórn, fram yfir aldamót.

Engu að síður telur Snarrótin að betur fari á því að Geðsvið Landsspítalans beri vitni og veiti upplýsingar um hlut ólöglegra vímuefna í hópi sjúklinga á deildinni og þau meðferðarúrræði sem þar er beitt, fremur en að geðsviðið móti hina nýju stefnu.

e. Rauði kross Íslands

Snarrótin gerir ekki athugasemd við að Rauði kross Íslands tilnefni fulltrúa í óháðu vísindanefndina, en telur þó eðlilegast að sá fulltrúi komi úr röðum skaðaminnkunarverkefnis RRKÍ, Frú Ragnheiði. Þar er fólk sem þekkir málefni götufólks öðrum betur og nýtur trausts þess umfram aðrar stofnanir samfélagsins.

f. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg ber hugsanlega meiri ábyrgð á uppgangi öfgakenndrar bannhyggju í svokölluðum fíkniefnamálum en nokkur einn annar aðili í samfélaginu. Það var borgarstjórn Reykjavíkur sem opnaði allar dyr fyrir sænskum ofstækismönnum, undir gunnfána ECAD, árið 1994 og tryggði þeim gríðarlega völd og áhrif, í samvinnu við ríkistjórn, fram yfir aldamót. Þáttur stjórnmálamanna í uppgangi útskúfunar- og refsihyggju í landinu, í félagi við hina sænsku ofstækismenn, krefst rannsóknar.17

Þáttur stjórnmálamanna í uppgangi útskúfunar- og refsihyggju í landinu, í félagi við hina sænsku ofstækismenn, krefst rannsóknar.

Velferðarsvið Reykjavíkur er enn mengað af hugmyndum hinna sænsku ráðgjafa og ber ábyrgð á því að borgin er enn einn virkasti félaginn í ECAD, ásamt Sankti Pétursborg. Snarrótin telur Velferðarsvið Reykjavíkur algjörlega vanhæft til að leggja mat á stefnu og starfshætti borgarinnar í fíknivörnum.18

Engu að síður er mikilvægt að fulltrúar Velferðarsviðs mæti sem vitni hjá óháðu vísindanefndinni og leggi fram gögn og upplýsingar, ekki síst um samstarfið við ECAD, sem nauðsynleg eru til skilnings á íslenskri fíknisögu.

16) Snarrótin bendir á forvarnafyrirlestur Andrésar Magnússonar geðlæknis um kannabis. Sjá einnig samantekt um forvarnafræðslu Andrésar Magnússonar. 17) Vorið 1994 gekk Reykjavíkurborg sænskættuðum ofstækissamtökum, ECAD, á hönd og í kjölfar þess fylgdi innreið hins sænska réttrúnaðar um útrýmingu fíkniefna. Sjá: Sænska öldin í fíknivörnum. 18) Þingskjal 869. Skýrsla um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis, 120. Löggjafarþing. 1995-1996, er stórkostlegt dæmi um samvinnu stjórnmálamanna og lögreglu. Hópur stjórnmálamanna krefst skýrslu um allt milli himins og jarðar, lögreglan sýður saman svör sem eru meira og minna tóm vitleysa og forsætisráðherra leggur þau fram í þinginu.

g. Heilbrigðisráðherra skipi formann starfshópsins

Snarrótin fagnar því að fyrirhuguð endurskoðun fíknivarna sé undir hatti Velferðarráðuneytis og heilbrigðisráðherra.

Samantekt liða a. – g.

Sú óháða vísindanefnd, sem Snarrótin mælir með að komið verði á fót, þarf að vera laus úr hugmyndalegum fjötrum útskúfunar- og refsihyggju, hún þarf að hafa fræðilega burði til að rannsaka og greina þá óhappaför sem leiddi okkur út í fenin, hún þarf að hafa hugrekki til að leita bestu leiða til baka útúr feni bannhyggjunnar. Umfram allt verður hún að vera óháð og ekki bundin hagsmunatengslum eða klíkuveldi af nokkru tagi.

Snarrótin telur að starfshópur sem skipaður er með þeim hætti sem lagt er til sé ógæfuspor. Þær stofnanir sem tillagan mælir með að tilnefni fulltrúa eru nær allar gerendur með einum eða öðrum hætti í þeim mislukkuðu fíknivörnum sem við súpum nú seyðið af og sem ætlunin er að breyta. Það er vond hugmynd að laga hlut með sleggjunni sem braut hann.

Það er vond hugmynd að ætla stofnunum að rannsaka eigin gjörðir og horfast í augu við afleiðingar þeirra. Það er óhófleg bjartsýni að ætla þeim að leggja hugmyndir sínar, viðhorf og kreddur fyrir róða. Sumar þessara stofnana eiga beinna hagsmuna að gæta og þær gætu misst spón úr aski sínum við stefnubreytingu. Aðrar gætu séð sér leik á borði að raka til sín auknu fjármagni, völdum og áhrifum.

Sú óháða vísindanefnd, sem Snarrótin mælir með að komið verði á fót, þarf að vera laus úr hugmyndalegum fjötrum útskúfunar- og refsihyggju, hún þarf að hafa fræðilega burði til að rannsaka og greina þá óhappaför sem leiddi okkur út í fenin, hún þarf að hafa hugrekki til að leita bestu leiða til baka útúr feni bannhyggjunnar. Umfram allt verður hún að vera óháð og ekki bundin hagsmunatengslum eða klíkuveldi af nokkru tagi.

3) Þó að Snarrótin gagnrýni óljóst orðalag tillögunnar og sérstaklega skipan starfshópsins, er rétt að nefna fleiri atriði í tillögunni sem Snarrótin telur ástæðu til að Velferðarnefndin skoði vandlega, auk atriða sem ekki ber á góma í tillögunni.

1. Verkefni starfshópsins

Snarrótin telur að afmarka beri verkefni starfshópsins með talsvert öðrum hætti en tillagan gerir ráð fyrir. Í þessum kafla gerum við grein fyrir gagnrýni okkar á skilgreiningar tillögunnar, en í lokakafla álitsins, breytingartillögum Snarrótarinnar, setjum við fram okkar hugmyndir um aðrar skilgreiningar. Við fylgjum stafmerktum liðum tillögunnar, það er liðum a. til c., auk ómerktra greina sem á eftir þeim fara í tillögunni.

Snarrótin telur að núverandi lagaumhverfi leiði sjálfkrafa til mannréttindabrota. Í fyrsta lagi vegna
þess að hver frjálsborinn borgari á að vera fullvalda yfir eigin líkama og vitundarlífi á meðan hann virðir sambærilegan rétt annarra borgara. Í öðru lagi vegna þess að það er engin leið að framfylgja bannlögum án þess að ganga á rétt borgara til friðhelgis einkalífs og án beitingar löggæsluaðferða sem ekki eru taldar boðlegar í öðrum málaflokkum. Segja má að fólk sem notar ólögleg vímuefni hafi litlu betri réttarstöðu en refur og minkur, að því fráteknu að dauðarefsingin er frátekin fyrir þá síðarnefndu.

a. Snarrótin telur að fleira þurfi til en úttekt á lagaumhverfi ólöglegra vímuefna til að afmarka megi viðfangsefnið nákvæmlega. Slík úttekt er þó mikilvægur og nauðsynlegur þáttur, en ekki síður samanburður gildandi laga og reglugerða um ólögleg vímuefni við almennar réttarfarsreglur á Íslandi. Sérstök
ástæða er til að skoða hvort framkvæmd núgildandi laga samræmist reglum á borð við meðalhófsreglu, jafnræðisreglu og lögmætisreglu íslensks réttarfars, sem og hvort svigrúmsreglan geti einfaldað leið okkar að afnámi verstu galla útskúfunar- og refsihyggju með einföldum og skjótum hætti.

b. Snarrótin minnir á að einföld neysla ólöglegra vímuefna er ekki bönnuð samkvæmt íslenskum lögum. Á það hefur dr. Helgi Gunnlaugsson bent nýlega, auk þess sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
staðfesti það í samtali við virtan lögmann á dögunum. Þetta kann að þykja ómerkilegt atriði, en er það ekki. Í stuttri skýrslu frá Rannsóknarstofnun Evrópu um fíkniefnamál, EMCDDA í Lissabon, er rakið hvaða réttarfarsáhrif þetta atriði hefur og rakið hvaða lönd álfunnar banna einfalda neyslu og hver ekki.

Snarrótin fagnar tillögu um könnun á alþjóðlegri þróun löggjafar í átt frá útskúfunar- og refsihyggju til afglæpunar vörslu og lögvæðingar markaðar með einstök ólögleg vímuefni.

Snarrótin tekur undir mikilvægi þess að kanna tillögur erlendra nefnda og rannsóknir erlendra samtaka, en telur rangt að einskorða það við rannsóknir á forvörnum gegn neyslu ólöglegra vímuefna. Snarrótin telur að skoða þurfi rannsóknir erlendra samtaka og fræðimanna á öllum þáttum útskúfunar- og refsihyggju, ófyrirséðum hliðarverkunum bannlaga og tillögur þeirra um færar leiðir útúr feni bannhyggjunnar.

c. Snarrótin tekur í meginatriðum undir þennan lið en bendir jafnframt á að mannréttindi eru ekki mannúðarmál, heldur skilgreindur og ófrávíkjanlegur réttur sem skilgreindur er í mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirgengist.

Sjálfsagt er að leita álits hjálpar- og líknarstofnana sem þekkja til þessara mála á Íslandi og eðlilegt er að þær eigi fulltrúa í rannsóknarnefndinni. Enn mikilvægara er þó að þeir sem njóta eiga kosta hinnar nýju stefnu og þekkja gleggst það böl sem fylgir núverandi lögum og framkvæmd þeirra — fólkið sem notar ólögleg vímuefni, sér til unaðsbótar eða tjóns, eigi fulltrúa í óháðu vísindanefndinni. Það er í anda þeirrar stefnumörkunar sem kennd er við slagorðið „Ekkert um okkur án okkar þátttöku“.

Snarrótin telur að núverandi lagaumhverfi leiði sjálfkrafa til mannréttindabrota. Í fyrsta lagi vegna þess að hver frjálsborinn borgari á að vera fullvalda yfir eigin líkama og vitundarlífi á meðan hann virðir sambærilegan rétt annarra borgara. Í öðru lagi vegna þess að það er engin leið að framfylgja bannlögum án þess að ganga á rétt borgara til friðhelgis einkalífs og án beitingar löggæsluaðferða sem ekki eru taldar boðlegar í öðrum málaflokkum. Segja má að fólk sem notar ólögleg vímuefni hafi litlu betri réttarstöðu en refur og minkur, að því fráteknu að dauðarefsingin er frátekin fyrir þá síðarnefndu.

Vegna síðustu tveggja málsgreina í þingsályktunartillögunni tekur Snarrótin eftirfarandi fram.

1. Snarrótin telur óhjákvæmilegt að auk íslenskra sérfræðinga verði erlendir sérfræðingar fastafulltrúar og/eða tímabundnir ráðgjafar í þeirri óháðu vísindanefnd sem Snarrótin leggur til að komið verði á fót. Verkefni vísindanefndarinnar er að rannsaka og greina marga þætti í íslenskri fíknisögu, fíknivörnum og meðferð á liðnum árum, en sambærilegar rannsóknir hafa verið stundaðar árum saman víða um heim. Nauðsynlegt er að taka mið af alþjóðlegri reynslu og þekkingu.

2. Sjálfsagt er að leita álits hjálpar- og líknarstofnana sem þekkja til þessara mála á Íslandi og eðlilegt er að þær eigi fulltrúa í rannsóknarnefndinni. Enn mikilvægara er þó að þeir sem njóta eiga kosta hinnar nýju stefnu og þekkja gleggst það böl sem fylgir núverandi lögum og framkvæmd þeirra — fólkið sem notar ólögleg vímuefni, sér til unaðsbótar eða tjóns, eigi fulltrúa í óháðu vísindanefndinni. Það er í anda þeirrar stefnumörkunar sem kennd er við slagorðið „Ekkert um okkur án okkar þátttöku“. Að starfi vísindanefndarinnar þurfa einnig að koma fulltrúar samtaka sem gagnrýnt hafa núverandi skipan mála. Snarrótin lýsir sig tilbúna til að taka þátt í starfi slíkrar nefndar.

Prófessor David Nutt flytur fyrirlesturinn ,,Er vit í vímuefnavísindunum?“ í Háskóla Íslands

3. Snarrótin telur þann tímaramma sem settur er í lokagrein tillögunnar of þröngan. Ætla þarf óháðu vísindanefndinni rýmri tíma til rannsókna og tillögugerðar til frambúðar. Mikilvægt er þó að rannsóknarnefndin skili áfangaskýrslu í tæka tíð fyrir næsta fund Allsherjarþing SÞ um fíkniefnamál, UNGASS 2016, til þess að íslensk stjórnvöld geti tekið virkan þátt í þeim umræðum um breytta stefnu sem þar mun fara fram.

Snarrótin minnir á reglur Schengen-samningsins um lyfjamál og krefst þess að réttur sjúklinga til að flytja inn kannabis til lækninga frá Kannabisstofnun Hollands, gegn framvísun lyfseðils frá viðurkenndum lækni, verði virtur í hvívetna.

4. Á meðan beðið er eftir lokaskýrslu hinnar óháðu vísindanefndar leggur Snarrótin til að leitað verði samstöðu um tafarlausa afglæpun vörsluskammta til eigin nota, með rýmkun á svigrúmi saksóknara til að falla frá saksókn fyrir smávægileg brot. Svigrúmsregla íslensks réttarfars, og góður vilji þings og stjórnvalda, eru öflugustu tækin til að berja tafarlaust í verstu bresti núverandi kerfis. Jafnframt þarf að breyta reglugerð um Sakaskrá tafarlaust og hætta nú þegar að skrá smávægileg vörslubrot.

5. Snarrótin minnir á reglur Schengen-samningsins um lyfjamál og krefst þess að réttur sjúklinga til að flytja inn kannabis til lækninga frá Kannabisstofnun Hollands 19, gegn framvísun lyfseðils frá viðurkenndum lækni, verði virtur í hvívetna.

6. Snarrótin vekur athygli á fjölgun dauðsfalla af völdum ofskömmtunar ópíata og skorar á stjórnvöld að rýmka reglur um útdeilingu mótefnisins Naloxone.

Snarrótin krefst þess að umferðarlögin nr. 50/1987 með síðari breytingum verði lagfærð og ákvæði um þvagpróf felld brott.Snarrótin bendir á tilraunir nágrannalanda, einkum Noregs, til að setja reglur um hámark tiltekinna efnasambanda í blóði ökumanna, til samræmis við reglur um áfengisinnihald í blóði.

7. Snarrótin krefst þess að umferðarlögin nr. 50/1987 með síðari breytingum verði lagfærð og ákvæði um þvagpróf felld brott. Snarrótin bendir á tilraunir nágrannalanda, einkum Noregs, til að setja reglur um hámark tiltekinna efnasambanda í blóði ökumanna, til samræmis við reglur um áfengisinnihald í blóði.

8. Snarrótin leggur ennfremur til að ríkisstjórnin sæki tafarlaust um aðgang að Rannsóknarstofnun Evrópu um fíkniefnamál, EMCDDA í Lissabon20, og setji á fót íslenskan rýnihóp, (e. national focal point), sem tekur saman og miðlar upplýsingum árlega á sama hátt og aðrar Evrópuþjóðir.

19) Cannabisbureau. 20) The European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction.

Snarrótin leggur til að ríkisstjórnin sæki tafarlaust um aðgang að Rannsóknarstofnun Evrópu um fíkniefnamál, EMCDDA í Lissabon, og setji á fót íslenskan rýnihóp, (national focal point), sem tekur saman og miðlar upplýsingum árlega á sama hátt og aðrar Evrópuþjóðir.

Breytingartillögur Snarrótarinnar

Að líkum lætur að athugasemdir Snarrótarinnar hér að framan kalla á talsverðar breytingar á þingsályktunartillögunni. Þær eru raunar það viðamiklar að Snarrótin kýs að setja þær fram í formi nýrrar tillögu, enda þótt hún sé í flestu byggð á tillögu þingmannahópsins, en verulega aukin.

Þar sem tillaga Snarrótarinnar er fremur ætluð til umhugsunar og umræðu, en að við reiknum með að hún verði samþykkt óbreytt, leyfum við okkur að láta skýringar í neðanmálsgreinum fljóta með á stöku stað.

Snarrótin gerir ekki athugasemdir við greinargerð upphaflegu þingsályktunartillögunnar, sem er vandað og vel unnið verk, utan hvað orðalag er á köflum ónákvæmt eins og bent hefur verið á hér að framan.

143. löggjafarþing 2013-2014.
Þingskjal 630 — 335. mál.

Tillaga til þingsályktunar

um mótun nýrrar stefnu í fíknivörnum til að draga úr skaðlegum áhrifum og ófyrirséðum hliðarverkunum útskúfunar- og refsihyggju, til verndar notendum ólöglegra vímuefna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild.

1. Almenn stefnumörkun:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að innleiða nýja stefnu í málum er varða ólögleg vímuefni, þar sem horfið verði frá þeirri stefnu algjörs umburðarleysis21 sem ríkt hefur. Ábyrgð á vandamálum er tengjast málaflokknum færist frá refsivörslukerfinu til heilbrigðis og félagslega kerfisins, notendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild til hagsbóta.

Til lengri tíma litið skal stefnt að fullri lögvæðingu markaðar með þau vímuefni sem enn eru ólögleg, samkvæmt aðhaldssömu regluverki og mismunandi aðferðum eftir þeim efnum sem í hlut eiga.

Ný stefna tryggi vernd borgaralegra réttinda, mannréttindi, jafnræði borgara gagnvart lögum – óháð lífsstíl, heilsuvernd, vitundarfrelsi borgaranna22, öflugar skaðaminnkandi aðgerðir og fjölbreytt meðferðarúrræði meðal fíknisjúkra. Taka þarf tillit til þarfa einstakra samfélagshópa, til dæmis ungs fólks, fanga og fólks með undirliggjandi geðraskanir eða sértæk vandamál vegna áfalla í lífinu.

Til lengri tíma litið skal stefnt að fullri lögvæðingu markaðar með þau vímuefni sem enn eru ólögleg, samkvæmt aðhaldssömu regluverki og mismunandi aðferðum eftir þeim efnum sem í hlut eiga. Sérstaka áherslu ber að leggja á aðskilnað markaða með mismunandi efni.23

21) e: zero-tolerance: sú stefna að beita verði öllum ráðum til að útrýma ólöglegum vímuefnum úr samfélaginu, sbr. áætlunina Ísland án eiturlyfja 2002 og aðrar ámóta staðleysur. 22) e: Cognitive Liberty – réttur borgara til að ráða viti sínu og vitundarlífi, án afskipta stjórnvalda. 23) Sem dæmi má nefna mikilvægi þess að kljúfa kannabismarkaðinn frá markaði með áfengi og önnur erfiðari efni, sbr. kaffihúsakerfi Hollendinga.

2. Tafarlausar aðgerðir

Alþingi felur ríkisstjórninni að stíga nú þegar fyrstu skref í átt til réttarbóta í þágu fólks sem notar ólögleg vímuefni með því að beita svigrúmsreglu íslensks réttarfars til að falla frá ákærum og refsingum í málum er varða vörslu til eigin nota. Alþingi bendir á reynslu Hollendinga og fleiri þjóða af þessari aðferð. Alþingi felur jafnframt ríkisstjórninni að breyta reglugerð um Sakaskrá, hætta nú þegar að skrá smávægilegustu vörslubrot og afmá slíkar skráningar frá síðustu tíu árum.

Alþingi felur ríkisstjórninni að tryggja aðgang sjúklinga að kannabisefnum til lækninga, í samvinnu við Kannabisstofnun Hollands og í samræmi við lyfjareglur Schengensamningsins.

Stefnt skal að því að allir notendur ópíata hafi aðgang að og kunni að beita Naloxone í neyðartilfellum, auk aðstandenda þeirra og vina.

Alþingi felur ríkisstjórninni að rýmka nú þegar reglur um notkun Naloxone gegn ofskömmtun ópíata. Stefnt skal að því að allir notendur ópíata hafi aðgang að og kunni að beita Naloxone í neyðartilfellum, auk aðstandenda þeirra og vina.

Alþingi felur ríkisstjórninni að breyta Umferðarlögum nr. 50/1987 með síðari breytingum, fella brott ákvæði um þvagpróf og setja reglur um lögleg hámarksgildi efna í blóði ökumanna, til samræmis við lögleg mörk áfengis í blóði.

Alþingi felur ríkisstjórninni að sækja um aðild Íslands að Rannsóknarstofnun Evrópu um fíkniefnamál, EMCDDA 24 í Lissabon, og koma á fót íslenskum rýnihópi, sem annast samantekt og miðlun upplýsinga um ólögleg vímuefni til EMCDDA. Markmiðið er að tryggja að fræðileg þekking á málaflokknum standist samanburð við það sem best gerist meðal ríkja Evrópusambandsins, auk Noregs, Tyrklands og nágrannaríkja Evrópu, sem og að gögn okkar séu samanburðarhæf.

24) The European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction (EMCDDA). Hér má sjá hvaða ríki hafa fulla og takmarkaða aðild að EMCDDA.

Ethan Nadelmann flytur fyrirlesturinn ,,Þáttaskil í stríðinu gegn fíkniefnum?“ í Háskóla Íslands

3. Fræðilegar forsendur stefnumótunar

Alþingi telur að mikið skorti á að rannsóknir á áhrifum ólöglegra vímuefna og verkum einstakra stofnana og einstaklinga á þróun mála síðustu áratugi séu fullnægjandi. Án slíkrar grunnþekkingar á mikilvægum þætti íslensks samfélags er nær ómögulegt að hugsa skynsamlega um nauðsynlegar aðgerðir og breytingar á starfsháttum einstakra stofnana.

Til að bæta úr þessum skorti á fræðilegri þekkingu og skilningi á íslenskum veruleika skipi heilbrigðisisráðherra óháða vísindanefnd um ólögleg vímuefni, á svipuðum forsendum og Portúgalir gerðu um síðustu aldamót, skipaða fulltrúum:

 • Fræðasamfélagsins, innanlands og utan.
 • Fólks sem notar ólögleg vímuefni.
 • Hjálpar- og líknarsamtaka er gerst til þekkja.
 • Óháðra samtaka sem beitt hafa sér fyrir úrbótum á núverandi ástandi.

Þess verði sérstaklega gætt að fulltrúar í óháðu vísindanefndinni séu frjálsir skoðana sinna og óbundnir af hagsmunum og fyrri aðkomu að mótun og framkvæmd refsistefnunnar.

Verkefni óháðu vísindanefndarinnar um ólögleg vímuefni verði að rannsaka uppgang, framkvæmd og afleiðingar útskúfunar- og refsihyggju á Íslandi, einkum frá 199425, og gera tillögur um framtíðarstefnu og nauðsynlegar lagabreytingar. Meðal rannsóknaverkefna nefndarinnar má nefna, án þess að listinn sé tæmandi:

Vísindanefndin skoði sérstaklega hvort stofnanir og einstaklingar í áhrifastöðum hafi beitt áhrifum sínum til að sverta ímynd fólks sem notar ólögleg vímuefni, ýtt undir fjandsamleg viðhorf í þess garð í samfélaginu, misnotað gögn og upplýsingar sem stofnanir og einstaklingar hafa undir höndum, beitt áhrifum sínum til að ofgera hættur af völdum einstakra efna og hvað eina annað sem varpað getur ljósi á íslenska fíknisögu.

a. Að afla gagna frá stofnunum og einstaklingum sem skýrt geta starfshætti þeirra, viðhorf og áhrif á þróun mála á liðnum árum. Vísindanefndin skoði sérstaklega hvort stofnanir og einstaklingar í áhrifastöðum hafi beitt áhrifum sínum til að sverta ímynd fólks sem notar ólögleg vímuefni, ýtt undir fjandsamleg viðhorf í þess garð í samfélaginu, misnotað gögn og upplýsingar sem stofnanir og einstaklingar hafa undir höndum, beitt áhrifum sínum til að ofgera hættur af völdum einstakra efna og hvað eina annað sem varpað getur ljósi á íslenska fíknisögu.

b. Að taka saman greinargerð um lög og reglugerðir á þessu sviði, almennar réttarfarsreglur í landinu sem við eiga og alþjóðlega mannréttindasáttmála sem Ísland hefur lögfest. Nefndin kanni einnig hvort sáttmálar Sameinuðu þjóðanna frá 1961, 1971 og 1988 feli í sér ólögmætt framsal réttarins til að móta okkar eigin stefnu í fíknivörnum og það svigrúm sem þeir veita. Í greinargerð þessari verði sérstaklega kannað hvort framkvæmd laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, samræmist almennum réttarfarsreglum, alþjóðlegum sáttmálum og hvort rannsókn og meðferð mála er sambærileg við það sem þykja góðar réttarfarsvenjur í öðrum brotaflokkum, til dæmis hvítflibbabrotum.

c. Að kanna ,,landslag” ólöglegra vímuefna og notkunar þeirra á Íslandi, til dæmis með ,,snjóbolta rannsóknum” meðal notenda, þar sem leitað verði skýringa á og upplýsinga um séríslensk fyrirbæri á borð við notkun sprautufólks á methylphenidötum. Nefndin kanni einnig aðrar ófyrirséðar hliðarverkanir refsistefnunar, til dæmis áhrif þvagprófa á notkunarmynstur einstakra efna og ,,hestaskipti”26 í kjölfar stórra haldlagninga lögreglu og tollgæslu á einstökum efnum. Vísindanefndin kanni sérstaklega viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við yfirvofandi og aðsteðjandi vá á borð við HIV og HCV smit meðal sprautunotenda og hvort viðbrögð þeirra og aðgerðir hafi byggst á bestu alþjóðlegu þekkingu og reynslu.

Vísindanefndin kanni sérstaklega viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við yfirvofandi og aðsteðjandi vá á borð við HIV og HCV smit meðal sprautunotenda og hvort viðbrögð þeirra og aðgerðir hafi byggst á bestu alþjóðlegu þekkingu og reynslu.

25) Sjá tilvísun 17 hér að framan. 26) e: substitution of one drug for another. Ástæður hestaskipta geta verið af ýmsum toga. Á þröngum og einangruðum markaðssvæðum er ástæða til að óttast að tímabundinn skortur á vinsælu efni, til dæmis vegna aðgerða toll- og löggæslu, leiði til hestaskipta. Á stærri mörkuðum gætir sveiflna á framboðshlið minna, en þó má nefna varnaðarorð Antonio Maria Costa, fyrrverandi framkvæmdastjóra UNODC, sem bent hefur á þessa hættu. Á Íslandi hafa ,,hvítu bylgjurnar“ gjarnan tengst skorti á kannabis, en ástæða er til að óttast að methylphenidate faraldurinn í Reykjavík megi að hluta til skýra með skorti á amfetamíni og jafnvel
kannabis, í kjölfar stórra haldlagninga amfetamíns 2007 og 2009 og áhlaups á grasbændur 2009.

d. Að afla upplýsinga um starfshætti lögreglunnar: Samskipti og umgengnisvenjur hennar við meinta notendur ólöglegra vímuefna á götum úti, í bílum og á heimilum. Notkun hennar á Málaskrá og hugsanlegt óréttmætt einelti gegn einstaklingum. Aðferðir við skráningu brota og beitingu þeirra upplýsinga. Sérstök ástæða er til að kanna hvernig leitarheimilda er aflað og hvort misbrestur er á að þær séu ávallt fyrir hendi. Ganga þarf úr skugga um hvort allar leitir eru skráðar, hvort sem þær skila árangri eða ekki, og upplýsa hvert hlutfallið er á milli árangurslausra leita og leita þar sem ólögleg efni finnast.

Vísindanefndin kanni sérstaklega hvort dæmi eru um að lögreglan hafi með störfum sínum og málflutningi brugðið hampi vísvitandi í auga stjórnmálamanna, fjölmiðla og almennings, í þeim tilgangi að knýja fram herta löggjöf, þyngri refsingar eða víðtækari rannsóknarheimildir sér til handa.

Afla upplýsinga um starfshætti lögreglunnar: Samskipti og umgengnisvenjur hennar við meinta notendur ólöglegra vímuefna á götum úti, í bílum og á heimilum. Notkun hennar á Málaskrá og hugsanlegt óréttmætt einelti gegn einstaklingum.

e. Að kanna hvort dómarar geri sömu kröfur um rökstuddan grun í málum er tengjast ólöglegum vímuefnum og í öðrum meintum sakamálum, til dæmis er varða hvítflibbaglæpi, áður en leitarheimild er veitt. Nefndin afli upplýsinga um fjölda samþykktra leitarheimilda og fjölda leitarheimilda sem dómarar hafa hafnað í málum er varða meint brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Vísindanefndin kanni sérstaklega hvort dómstólar geri sömu kröfur til sannana og áreiðanleika vitna í málum er varða ólögleg vímuefni og í öðrum brotaflokkum, til dæmis varðandi hvítflibbabrot.

f) Að kanna hugsanlega krossmengun ólíkra efna á markaði, til dæmis vegna blöndunar ólíkra aldurshópa í meðferð og vegna tímabundins skorts á einstökum efnum. Sérstök ástæða er til að rannsaka áhrif þvagprófa og hvort og í hversu ríkum mæli þau leiða til þess að notendur færi sig yfir í harðari efni, sem skiljast hraðar úr líkamsvessum en kannabis.

g) Að afla upplýsinga um helstu forvarnarverkefni á liðnum árum, inntak þeirra, áhrif og hvort þau standist fræðilegar kröfur um réttmæti upplýsinga og bestu þekkingu um árangursríkar forvarnir.

h) Að kanna áhrif útskúfunar- og refsihyggju á andlega og líkamlega heilsu notenda og áhrif útskúfunar- og refsihyggju á tíðni sjálfsvíga og sjálfsskaða. Vísindanefndin afli upplýsinga um dauðsföll og alvarlega sjúkdóma er tengjast notkun ólöglegra efna, í samanburði við áfengi, tóbak og læknislyf.

i. Að afla upplýsinga um hlutdeild ólöglegra efna í dauðsföllum og alvarlegum óhöppum í umferðinni, í samanburði við áfengi og læknislyf.

Sérstök ástæða er til að rannsaka áhrif þvagprófa og hvort og í hversu ríkum mæli þau leiða til þess að notendur færi sig yfir í harðari efni, sem skiljast hraðar úr líkamsvessum en kannabis.

Vísindanefndin fái viðtækt umboð til að krefja stofnanir og einstaklinga um gögn og munnlegar heimildir er skýrt geta þróun mála. Sérfræðingar á vegum nefndarinnar fái heimild Persónuverndar til að afla ópersónugreinanlegra gagna úr sjúkraskrám og dánarvottorðum.

Vísindanefndin geri Alþingi, ríkisstjórn og almenningi grein fyrir niðurstöðum einstakra rannsóknarverkefna jafnharðan og þær liggja fyrir, áfangaskýrslu í tæka tíð fyrir næsta Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um ólögleg vímuefni, UNGASS 2016, og lokaskýrslu fyrir árslok 2017.

Í lokaskýrslu óháðu vísindanefndarinnar verði jafnframt tillögur um framtíðarskipan fíknivarna í landinu; nauðsynleg skref í átt að fullu afnámi bann- og refsihyggju í fíkniefnamálum og lögvæðingar markaðar með þau efni sem enn eru ólögleg, samkvæmt aðhaldssömu regluverki og sem samræmast nútímahugmyndum um mannréttindi, lýðheilsu og bestu leiðir í forvörnum og meðferð fíknisjúkra.

Heimir Már ræðir við Annie Machon um stríðin þrjú gegn hryðjuverkum, vímuefnum og internetinu

Að lokum þetta:

Snarrótin hafnar því að notkun vímuefna, löglegra eða ólöglegra, sé í eðli sínu ill og siðlaus hegðun. Vímuþörfin er hlutskipti mannsins, í það minnsta jafn gömul og trúarþörfin og engin lög fá því breytt.

Við fyrstu sýn kunna hugmyndir Snarrótarinnar — samtaka um borgaraleg réttindi, að virðast róttækar og jafnvel byltingarkenndar. Svo er þó ekki. Snarrótin skoðar einungis málaflokkinn frá öðru sjónarhorni en tíðkast hefur. Við höfnum sjónarhorni bannhyggjunnar, enda teljum við að það veiti ranga mynd af því viðfangsefni sem við blasir — að veita fólki, sem kýs að nota efni sem nú eru ólögleg, sambærilega réttarstöðu og öðrum borgurum í landinu.

Snarrótin bendir á að ámóta viðhorfsbreytingar hafa ítrekað átt sér stað gagnvart öðrum jaðarhópum, á Íslandi og erlendis. Nærtækast er að minnast ofsókna gegn samkynhneigðum, sem Íslendingar hafa lagt af. Til þess þurfti fyrst og síðast viðhorfabyltingu og viðurkenningu á jöfnum rétti borgaranna til að leita hamingjunnar, án afskipta ríkisvalds eða samborgara.

Snarrótin hafnar því að notkun vímuefna, löglegra eða ólöglegra, sé í eðli sínu ill og siðlaus hegðun. Vímuþörfin er hlutskipti mannsins, í það minnsta jafn gömul og trúarþörfin og engin lög fá því breytt. „Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir.“

Snarrótin hafnar því hins vegar ekki að notkun vímugjafa fylgi áhætta, né því að margir eigi um sárt að binda vegna hennar. Sú staðreynd réttlætir þó ekki tilraunir til að uppræta hana með öllu, ekki fremur en að umferðarslys réttlæti upprætingu samgangna, né íþróttaslys bann við iðkun íþrótta. Hvort tveggja er augljós fjarstæða.

Snarrótin hafnar því ekki að notkun vímugjafa fylgi áhætta, né því að margir eigi um sárt að binda vegna hennar. Sú staðreynd réttlætir þó ekki tilraunir til að uppræta hana með öllu, ekki fremur en að umferðarslys réttlæti upprætingu samgangna, né íþróttaslys bann við iðkun íþrótta. Hvort tveggja er augljós fjarstæða.

Það er engu minni fjarstæða að velja einn hóp fólks og ofsækja hann og hrekja fyrir að kjósa aðra vímu en þá sem áfengi veitir. Ekki síst í ljósi þess að löglegu ávanaefnin, áfengi og tóbak, valda margföldum usla á við þau efni sem falla undir lög nr. 65/1974 með síðari breytingum. Á síðustu árum hafa háskaleg efni úr fórum lyfjafyrirtækja að stórum hluta tekið þann sess sem ólöglegu efnin skipuðu áður. Hvert er þá orðið okkar starf í hálfa öld?

Jafnvel þótt það kraftaverk gerðist eina nóttina að hin ólöglegu vímuefni gufuðu upp á Íslandi myndi það engu breyta. Áfengi, tóbak og læknislyf eru fullfær um að valda öllu því böli sem þjóðin kýs sér.

Snarrótin minnir á að fimmtíu til hundrað þúsund Íslendingar hafa brotið gegn banninu frá því það var sett, að tugir þúsunda ungmenna hafa sætt handtöku og sektum og stimplun sem torveldað hafa líf þeirra og að notkun ólöglegra efna og læknislyfja hefur stöðugt þróast til verri vegar.

Snarrótin — samtök um borgaraleg réttindi, skorar á Velferðarnefnd, Alþingi, ríkisstjórn og landsmenn alla að horfast óttalaust í augu við þá ömurlega staðreynd að stefna okkar hefur verið röng, háskaleg og siðlaus. Henni verðum við að bylta, ekki einungis að kyssa á bágtið og eða plástra sárið.