Ísrael og eins ríkja lausnin
Tveggja ríkja lausnina svokallaða, sem gerir ráð fyrir tilvist bæði Ísraels og ,,Palestínu“ hlið við hlið í friðsamlegri sambúð, hefur ekki borið neinn árangur eftir ítarlegar tilraunir í heila öld. Hún hefur ekki fært Ísraelsmenn og Araba nær friði. Öðru nær; íslömsku hryðjuverkasamtökin Hamas ráða lögum og lofum á Gazasvæðinu og gjörspillt yfirvöld Fatah-samtakanna ráða Vesturbakkanum.
Arabar sem búa í Ísrael hafa það mun betur en kynsmenn þeirra á Gazasvæðinu eða á Vesturbakkanum. Í bókinni The Israeli Solution: A One-State Plan for Peace in the Middle East eftir Caroline Glick er lagt til eins ríkja lausn sem leið til friðar, en hún felst í því að Ísraelsmenn öðlist fullveldi í Júdeu og Samaríu þ.e. á Vesturbakkanum öllum.