Art Way

Drug Policy Alliance

Art Way lögfræðingur er yfirmaður Drug Policy Alliance (DPA) í Colóradó, Denver. Í starfi sínu sem lögmaður blöskraði honum hvernig mannréttindi eru fótum troðin í fíkniefnastríðinu, einkum stjórnarskrárbundin réttindi. Hann hafði umsjón með átaki á vegum Colóradóríkis sem ætlað var að bæta stöðu minnihlutahópa í dómskerfinu. Art leiddi baráttu fyrir auknum borgaralegum réttindum í Colóradó t.d. með þeim árangri að lögreglan getur ekki lengur gert líkamsleit nema fyrir liggi ótvírætt samþykki þess sem í hlut á.

Krefjumst friðar í fíknistríðinu!

Ráðstefna Snarrótar, 9.-10. október, 2015

Krefjumst friðar í fíknistríðinu! er fyrsta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið á Íslandi um fíkniefnastríðið og stefnumótun í vímuefnamálum. Ráðstefnan var á vegum Snarrótar – Samtaka um borgaraleg réttindi í Tjarnarbíó. Open Society Foundations styrkti ráðstefnuna og var hún tileinkuð 75 ára afmæli Johns Lennon. Sex alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar um fíknistefnu og mannréttindi héldu erindi á ráðstefnunni sem hófst á því að Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra var veitt sérstök hvatningarverðlaun Snarrótar.

Art Way, Snarrótin