Annie Machon, framkvæmdastjóri Evrópudeildar LEAP (Law Enforcement Against Prohibition), og fyrrum njósnari MI5, dvaldi á Íslandi í boði Snarrótarinnar, 21.-28. febrúar, 2013.

Egill Helgason tók viðtal við Annie Machon sem birtist í Silfri Egils.

ATH.: Textaþýðing viðtalsins segir að ,,eiturlyfjabarónar“ séu meðal liðsmanna LEAP. Annie segir hins vegar ,,drug czars“b séu það, þ.e. yfirmenn fíkniefnadeilda lögreglunnar og hæstráðendur ríkisstofnana sem ætlað er að stemma stigu við framleiðslu, dreifingu og sölu ólöglegra vímuefna.

Snarrótin – samtök um borgaraleg réttindi er félag áhugamanna um mannréttindi, upplýsingafrelsi og nýjar leiðir í fíkniefnavörnum. Markmið félagsins er að efla umræðu um brýn samfélagsmál og leita leiða til úrbóta. Snarrótin vill efla skilning á mikilvægi þess að verja borgarleg réttindi og friðhelgi einkalífs.